Landsskipulagsstefna 2015-2026

Verknúmer : SN150014

120. fundur 2015
Landsskipulagsstefna 2015-2026, tillaga
Lagður fram tölvupóstur skrifstofu borgarstjórnar, dags. 23. september 2015, þar sem erindi frá umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, dags. 23. september 2015, þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016 er vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. september 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 28. september 2015 samþykkt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífil Ingvarsson og Áslaug María Friðriksdóttir sitja hjá við afgreiðslu málsins og bóka eftirfarandi:
"Í Landsskipulagsstefnu stendur: "Þar til samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar liggur fyrir um annað miðast landsskipulagsstefna við núverandi staðsetningu Reykjavíkurflugvalla." Ekki er ástæða til þess að gera athugasemd við stefnuna að þessu leyti enda einfaldlega raunsætt mat."
Fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir situr hjá við afgreiðslu málsins.



105. fundur 2015
Landsskipulagsstefna 2015-2026, tillaga
Lagt fram erindi frá umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis dags. 22. apríl 2015 þar sem óskað er eftir umsögn á tillögu til þingsályktunar um landsskipulagsstefnu 2015-2016. Einnig er lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. maí 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 4. maí 2015 samþykkt.
Vísað til borgarráðs.


95. fundur 2015
Landsskipulagsstefna 2015-2026, tillaga
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. desember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. febrúar 2015. Einnig lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga, dags. 29. janúar 2015 og umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. febrúar 2015.

Haraldur Sigurðsson deildarstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. febrúar 2015 samþykkt
Vísað til borgarráðs.





526. fundur 2015
Landsskipulagsstefna 2015-2026, tillaga
Á fundi skipulagsfulltrúa 16. janúar 2015 var lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. desember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. febrúar 2015. Erindinu var vísað til umsagnar deildarstjóra svæðis- og aðalskipulags og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 9. febrúar 2015.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

523. fundur 2015
Landsskipulagsstefna 2015-2026, tillaga
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 19. desember 2014 þar sem óskað er eftir umsögn umhverfis- og skipulagssviðs um tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Frestur til að skila inn athugasemdum er til 13. febrúar 2015.

Vísað til umsagnar svæðis- og aðalskipulags.