Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Verknúmer : SN140478
79. fundur 2014
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, óveruleg breyting
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 19. september 2014 um samþykkt borgarráðs dags. 18. september 2014 varðandi staðfestingu borgarráðs á breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að bætt verður við texta í kafla um landnotkun um túlkun sérstakra ákvæða um starfsemi innan landnotkunar.
78. fundur 2014
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, óveruleg breyting
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs dags. september 2014 að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030. Í breytingunni felst að bættur verður við texti í kaflann Landnotkun, um túlkun sérstakra ákvæða um starfsemi innan landnotkunarsvæða (töflur 1-4, bls. 206-209).
Haraldur Sigurðsson deildarstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Framlögð tillaga samþykkt með vísan til 2. mgr. 26. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs.