Tryggvagata 13-15
Verknúmer : SN140459
78. fundur 2014
Tryggvagata 13-15, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Húss og skipulags ehf. dags. 1. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13-15 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst m.a. að fella niður kjallara að Tryggvagötu 13, gera bílastæði fyrir fatlaða norðaustan við Tryggvagötu 13 sem felst í að ekið verði inn frá Geirsgötu, gera þaksvalir á hluta þaks á 7. hæð, heimild til að láta svalir og útsýnisgluggar skagi út fyrir byggingarreit o.fl. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014.
Borghildur Sölvey Sturludóttir verkefnisstjóri situr fundinn undir þessum lið.
Umsögn skipulagsfulltrúa dags. 12. september 2014 samþykkt.
507. fundur 2014
Tryggvagata 13-15, (fsp) breyting á deiliskipulagi
Lögð fram fyrirspurn Húss og skipulags ehf. dags. 1. september 2014 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 13-15 við Tryggvagötu. Í breytingunni felst m.a. að fella niður kjallara að Tryggvagötu 13, gera bílastæði fyrir fatlaða norðaustan við Tryggvagötu 13 sem felst í að ekið verði inn frá Geirsgötu, gera þaksvalir á hluta þaks á 7. hæð, heimild til að láta svalir og útsýnisgluggar skagi út fyrir byggingarreit o.fl.
Kynna formanni umhverfis- og skipulagsráðs.