Blikastaðavegur 2-8
Verknúmer : SN140325
71. fundur 2014
Blikastaðavegur 2-8, (fsp) sjálfsafgreiðslustöð/fjölorkustöð
Lögð fram fyrirspurn Korputorgs ehf. dags. 24. júní 2014 um að byggja sjálfsafgreiðslustöð/fjölorkustöð á lóðinni nr. 2-8 við Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís ehf. dags. 23. júní 2014. Einnig er lagður fram tölvupóstur skrifstofustjóra skrifstofu eigna og atvinnuþróunar dags. 30. júní 2014.
Fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir, fulltrúi Bjartrar framtíðar Páll Hjaltason, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Herdís Anna Þorvaldsdóttir og Ólafur Kr. Guðmundsson og fulltrúi Framsóknarflokksins og flugvallavina Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir gera ekki athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna breytingu á deiliskipulagi í samræmi við fyrirspurn og í samráði við skipulagsfulltrúa sem síðar verður auglýst. Umhverfis-og skipulagsráð leggur áherslu á að lágmarki helmingur af þeim dælum sem óskað er eftir að settar verði upp á lóðinni séu ætlaðar undir annan orkugjafa en jarðefnaeldsneyti.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Gísli Garðarsson greiddi atkvæði á móti fyrirspurninni.
Hjálmar Sveinsson víkur af fundi kl 13:55
Páll Hjaltason tekur við formennsku í fjarveru Hjálmars.
Kristín Soffía Jónsdóttir vék af fundi kl 14:00
70. fundur 2014
Blikastaðavegur 2-8, (fsp) sjálfsafgreiðslustöð/fjölorkustöð
Lögð fram fyrirspurn Korputorgs ehf. dags. 24. júní 2014 um að byggja sjálfsafgreiðslustöð/fjölorkustöð á lóðinni nr. 2-8 við Blikastaðaveg, samkvæmt uppdr. Arkís ehf. dags. 23. júní 2014.
Björn Ingi Edvaldsson verkefnisstjóri og Björgvin Rafn Sigurðarson lögfræðingur sátu fundinn undir þessum lið
Frestað.