Suður Selás og Norðlingaholt
Verknúmer : SN140004
57. fundur 2014
Suður Selás og Norðlingaholt, breyting á deiliskipuagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts. Í breytingunni felst að göngubrú yfir Breiðholtsbraut er lengd, lega reiðleiðar breytist lítillega og fer hún undir nýju göngubrúnna, tekin eru út undirgöng undir gönguleið. Mörk deiliskipulags breytast vegna breyttrar legu reiðleiðar og skipulagssvæðið stækkar, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 26. febrúar 2013. Einnig er lögð fram ályktun Hestamannafélagsins Fáks dags. 12. janúar 2014 vegna breytinga á áður samþykktri tillögu frá maí 2013 og tillaga að göngubrú og legu reiðgötu við nýja göngubrú ódags.
Samþykkt með vísan til 2. mgr. 12. gr. samþykktar um umhverfis- og skipulagsráð.
Samþykkt að falla frá frá grenndarkynningu þar sem breyting á deiliskipulagi varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjanda með vísan til 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
480. fundur 2014
Suður Selás og Norðlingaholt, breyting á deiliskipuagi
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs varðandi breytingu á deiliskipulagi Suður Seláss og Norðlingaholts. Í breytingunni felst að göngubrú yfir Breiðholtsbraut er lengd, lega reiðleiðar breytist lítillega og fer hún undir nýju göngubrúnna, tekin eru út undirgöng undir gönguleið, Mörk deiliskipulags breytast vegna breyttrar legu reiðleiðar og skipulagssvæðið stækkar, samkvæmt uppdr. Landmótunar dags. 20. febrúar 2013.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs