Starhagi
Verknúmer : SN130597
49. fundur 2014
Starhagi, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 20. desember 2013 vegna samþykktar borgarráðs 19. desember 2013 um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll.
472. fundur 2013
Starhagi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf. varðandi breytingu á deiliskipulag Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð dags. 12. desember 2013.
Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs
48. fundur 2013
Starhagi, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Teiknistofunnar Storð ehf. varðandi breytingu á deiliskipulag Starhaga vegna aðflugsljósa fyrir Reykjavíkurflugvöll, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð dags. 12. desember 2013.
Björn Ingi Edvardsson verkefnisstjóri tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu sbr. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga
Umhverfis og skipulagsráð leggur áherslu á að lendingarljósin munu fara yfir viðkvæmt náttúruverndarsvæði sem er jafnframt eitt vinsælasta útivistarsvæði borgarinnar. Það er mikilvægt að lágmarka umhverfisáhrif ljósanna þó að deiliskipulagsbreytingin sé nú samþykkt í kynningu. Gert er ráð fyrir að áfram verði unnið að einföldun þeirra og minnkun þannig að sjónræn áhrif verði sem minnst á meðan á auglýsingartíma stendur í samræmi við samkomulag borgarstjóra og innanríkisráðherra.
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Kristín Soffía Jónsdóttir og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Sóley Tómasdóttir óska bókað: Krafa flugmályfirvalda um að setja lendingarljós á þennan fallega stað undirstrikar það hversu frekur flugvöllurinn er í borgarlandslaginu.
Vísað til borgarráðs.