Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030
Verknúmer : SN130571
46. fundur 2013
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, bílastæðaréttindi íbúa
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 vegna svohljóðandi tillögu sem samþykkt var á fundi borgarstjórnar 26. nóvember s.l.: "Lagt er til að borgin gæti bílastæðaréttinda núverandi íbúa. Áður en farið er í framkvæmdir við þéttingu í afmörkuðum hverfum er brýnt að borgin gæti að hagsmunum þeirra íbúa og fyrirtækja sem fyrir eru. Nauðsynlegt er að fara í sérstaka skoðun og mótun aðgerða til að tryggja að þeir sem eiga réttmæta kröfu um að fá ekki skerta aðkomu að bílastæðum og hafa greitt gjöld vegna þess fái að njóta þeirra réttinda framyfir þá sem gera það ekki í sama mæli. Sérstaklega verði skoðað hvernig hægt er að nota gjaldskyldu, íbúakort eða önnur slík kerfi til þess. Lagt er til að borgarstjórn samþykki að vísa því til umhverfis- og skipulagsráðs að útfæra leiðir til að gera aðgerðaáætlun um hvernig hægt er að gæta þessara réttinda áður en framkvæmdir hefjast í viðkomandi þéttingarreitum."
Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.