Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030

Verknúmer : SN130570

46. fundur 2013
Aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030, greining á aukinni þörf fyrir grunnþjónustu
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 28. nóvember 2013 vegna svohljóðandi tillögu sem var samþykkt á fundi borgarstjórnar 26. nóvember s.l.: "Lagt er til að gerð verði greining á aukinni þörf fyrir grunnþjónustu á þéttingarsvæðum og tryggt að innviðir beri fjölgun íbúa. Nauðsynlegt er að innviðir grunnþjónustu nái að sinna aukinni þéttingu á tímabilinu. Gera verður áætlanir um breytingar eða viðbætur, t.d. hvað varðar leikskóla, skóla, frístundir og heilsugæslu, í takt við aukinn íbúafjölda á þéttustu svæðunum. Ekki liggur fyrir slík áætlun og því er lagt til að borgarstjórn samþykki að vísa því til umhverfis- og skipulagsráðs að kortleggja þörf fyrir þjónustu og útfæra framkvæmdaáætlun í samstarfi við önnur svið eftir þörfum."

Vísað til umsagnar hjá verkefnisstjóra aðalskipulags Reykjavíkur.