Austurstræti 3

Verknúmer : SN130491

47. fundur 2013
Austurstræti 3, friðlýsing
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 3 við Austurstræti. Einnig eru lögð fram umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember 2013.

Umsögn umhverfis- og skipulagssviðs dags. 13. desember samþykkt.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs Sóley Tómasdóttir bókaði:
"Fulltrúi Vinstri grænna fagnar áformum Minjastofnunar og furðar sig á mótbárum og andstöðu meirihluta skipulagsráðs vegna friðlýsingar á húsum við Austurvöll, Vallarstræti og Ingólfstorg. Fá ef nokkur dæmi eru um að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa, enda hefur metnaður fyrir húsvernd farið vaxandi undanfarin ár og áratugi. Athugasemdir meirihlutans varða ekki efnisatriði málsins, sem lúta að því að friðlýsa nokkur af elstu húsum borgarinnar sem standa í hjarta hennar og hafa ótvírætt varðveislugildi. Fulltrúinn mótmælir því jafnframt að ekki sé þörf á að friðlýsa húsin þar sem borgin hafi mótað sér stefnu sem geri eldri byggð hærra undir höfði en áður. Ljóst er að sú stefna, eins góð og mikilvæg og hún er, hefur ekki sama gildi og friðlýsing. Það er því full ástæða til að fagna áformum Minjastofnunar, enda krefjast þau varkárni í umgengni, skipulagi og uppbyggingu á svæðinu öllu."
Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason. Elsa Hrafnhildur Yeoman og Karl Sigurðsson, fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Reynir Sigurbjörnsson og fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson, Marta Guðjónsdóttir og Óttarr Guðlaugsson bókuðu:
"Fulltrúi Vinstri Grænna í Umhverfis og skipulagsráði fullyrðir ranglega að Reykjavíkurborg mótmæli friðun húsa við Ingólfstorg, Austurvöll og Vallarstræti. Umrædd hús eru þegar friðuð. Borgin mótmælir málsmeðferð Minjastofnunar þar sem fyrri samþykktum húsafriðunarnefndar er snúið við og ekkert samráð haft við Reykjavíkurborg eins og skylda ber lögum samkvæmt. Við ítrekum að gefnu tilefni að borgin hefur á undanförnum árum sýnt og sannað að hún hefur mikinn metnað fyrir friðun húsa og friðlýsingu og í sumum tilvikum gengið lengra en tillögur Minjastofnunar."


39. fundur 2013
Austurstræti 3, friðlýsing
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 3 við Austurstræti.

Vísað til meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa

464. fundur 2013
Austurstræti 3, friðlýsing
Lagt fram bréf Minjastofnunar Íslands dags. 10. október 2013 varðandi friðlýsingu hússins á lóðinni nr. 3 við Austurstræti.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.