Skipulagsráð

Verknúmer : SN120484

292. fundur 2012
Skipulagsráð, tillaga fulltrúa sjálfstæðisflokksins varðandi nýja byggingarreglugerð
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokksins Júlíusar Vífils Ingvarssonar, Gísla Marteins Baldurssonar og Mörtu Guðjónsdóttur varðandi nýja byggingarreglugerð 112/2012
" Ýmis ákvæði nýrrar byggingarreglugerðar hafa verið harðlega gagnrýnd. Einkum snýr sú gagnrýni að auknum byggingarkostnaði án þess að sjáanlega nauðsyn beri til. Dæmi um það er aukinn kostnaður við byggingu stúdentaíbúða við Oddagötu sem mun óhjákvæmilega leiða til hærra leiguverðs. Einnig virðast ýmis ákvæði reglugerðarinnar ekki samræmast gildandi deiliskipulagsáætlunum. Full ástæða er til þess að skipulagsráð fari vel ofan í reglugerðina og geri athugasemdir telji ráðið ástæðu til þess. Lagt er til að ráðið fái á sinn fund fagaðila til að kynna áhrif byggingarreglugerðarinnar á byggingamarkaðinn auk kynningar á áhrifum reglugerðarinnar á skipulagsáætlanir."

Frestað.

Fulltrúar Besta flokksins Páll Hjaltason og Elsa Hrafnhildur Yeoman og Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Kristín Soffía Jónsdóttir óskuðu bókað:
"Kallað verði eftir fagaðilum til kynna nýja byggingarreglugerð og áhrifum hennar á deiliskipulagsgerð og byggingarkostnað."