Barónsstígur 47

Verknúmer : SN120481

296. fundur 2012
Barónsstígur 47, endurupptaka máls BN044274
Lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu, dags. 30. október 2012, varðandi endurupptöku máls BN044274 með tilvísun til 24.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Um er að ræða byggingarleyfisumsókn vegna breytinga á 1. og 2. hæð að Barónsstíg 47 sem synjað var í skipulagsráði 16. maí 2012.

Endurupptaka að ósk húseiganda samþykkt og fyrri ákvörðun skipulagsráðs frá 16. maí 2012 breytt á þann veg að umbeðin breytt notkun á byggingunni telst samræmast deiliskipulagi og er því samþykkt.

Húsið við Barónsstíg 47 er fyrsta sérhannaða húsið fyrir heilsuvernd á Íslandi og gegnir sem slíkt veigamiklu menningarsögulegu hlutverki. Ráðið telur því æskilegast að það gegni áfram því hlutverki sem því var ætlað upprunalega.

Skipulagsráð telur þó við nánari athugun og einnig með hliðsjón af nýlegum úrskurði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála í máli nr. 20/2012 að hótelstarfsemi í umræddri byggingu sé ekki í andstöðu við gildandi deiliskipulag. Ráðið leggur ríka áherslu á að fyrirspyrjandi vandi afar vel til vinnslu byggingarleyfisumsóknar og er lögð áhersla á að haft verði gott samráð við Minjasafn Reykjavíkur. Um er að ræða friðað hús og eina af perlum byggingarlistar í Reykjavík. Bent er sérstaklega á niðurlag umsagnar borgarminjavarðar vegna samsvarandi umsóknar frá árinu 2010 en þar stendur m.a.;¿ ...því er áréttað að þar sem húsið er friðað þarf samþykki Húsafriðunarnefndar fyrir öllum breytingum.¿ Ráðið leggur einnig áherslu á að varlega verði farið í allar breytingar sem þarf að ráðast í vegna breyttrar starfsemi.


417. fundur 2012
Barónsstígur 47, endurupptaka máls BN044274
Lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu, dags. 26. október 2012, varðandi endurupptöku máls BN044274 með tilvísun til 24.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Um er að ræða byggingarleyfisumsókn vegna breytinga á 1. og 2. hæð að Barónsstíg 47 sem synjað var í skipulagsráði 16. maí 2012.
Vísað til skipulagsráðs.

292. fundur 2012
Barónsstígur 47, endurupptaka máls BN044274
Lagt fram bréf lögfræði og stjórnsýslu, dags. 30. október 2012, varðandi endurupptöku máls BN044274 með tilvísun til 24.gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Um er að ræða byggingarleyfisumsókn vegna breytinga á 1. og 2. hæð að Barónsstíg 47 sem synjað var í skipulagsráði 16. maí 2012.

Afgreiðslu frestað.