Hverfisskipulag

Verknúmer : SN120421

33. fundur 2013
Hverfisskipulag, kynning
Kynning á stöðu hverfisskipulags vegna íbúafunda sem hefjast 16. september 2013.

Hildur Gunnlaugsdóttir verkefnisstjóri tekur sæti undir þessum lið.


25. fundur 2013
Hverfisskipulag, kynning
Kynnt ráðning á þverfaglegum ráðgjafateymum, skiptingu borgarhluta milli verkefnisstjórateyma og samráðsferli.

Hildur Gunnlaugsdóttir kynnti

447. fundur 2013
Hverfisskipulag, kynning
Lagt fram til kynningar ráðning á þverfaglegum ráðgjafateymum, skiptingu borgarhluta milli verkefnisstjórateyma og samráðsferli.

Vísað til umhverfis-og skipulagsráðs

286. fundur 2012
Hverfisskipulag, kynning
Lagt fram verkferli og verklýsing ásamt greinargerð AR um vistvænabyggð og byggingar. Einnig eru kynnt fylgigögn fyrirhugaðrar gerðar hverfisskipulags.
Skipulagsráð samþykkti að auglýsa eftir ráðgjafahópum í gerð hverfisskipulags, sbr lýsing í 1.bók hverfisskipulagsgerðar, Aðferð, verkferli og áfangaskipting, dags. sept. 2012.
Jafnframt samþykkti skipulagsráð að senda kafla um Vistvæna byggð og byggingar í drögum að Aðalskipulagi Reykjavíkur 2010-2030 til umsagnar og kynningar hjá íþrótta- og tómstundaráði, mannréttindaráði, menningar- og ferðamálaráði, skóla- og frístundaráði, velferðarráði, umhverfis- og samgönguráði, stjórn Faxaflóahafna og Orkuveitunni

Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson véku af fundi kl 12:00, Stefán Benediktsson og Hildur Sverrisdóttir tóku sæti á fundinum á sama tíma