Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar
Verknúmer : SN120262
279. fundur 2012
Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, nýtt umhverfis- og skipulagssvið
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 23. maí 2012 vegna svohljóðandi samþykktar í borgarstjórn 22. s.m. um nýtt umhverfis- og skipulagssvið og nýja skrifstofu eigna og atvinnuþróunar: "Borgarstjórn samþykkir hjálagða tillögu um stofnun nýs umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar og skrifstofu eigna og atvinnuþróunar er leysi af hólmi framkvæmda- og eignasvið, skipulags- og byggingarsvið og umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkurborgar. Tillagan er unnin af stýrihópi sem borgarstjóri skipaði hinn 18. ágúst 2011 um endurskoðun á stjórnskipulagi fyrrnefndra sviða. Lagt er til að stöður sviðsstjóra fyrrnefndra sviða verði lagðar niður og auglýst verði eftir stjórnendum nýrra starfseininga og stofnaður verði stýrihópur breytinganna undir forystu nýrra stjórnenda. Skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð verði jafnframt lögð niður og nýtt umhverfis- og skipulagsráð sett á laggirnar. Nýtt skipurit og samþykkt nýs umhverfis- og skipulagsráðs verði kynnt í borgarráði eigi síðar en 1. október nk. og breytingar skulu koma að fullu til framkvæmda hinn 1. janúar 2013. Í meðfylgjandi tillögu er lagt til að skrifstofa eigna og atvinnuþróunar verði staðsett í Ráðhúsi. Lagt er til að skrifstofan heyri undir borgarritara og taki drög að skipuriti sem er að finna í minnisblaði borgarritara dags. 26. apríl 2012 breytingum í samræmi við það".