Laugavegur 3

Verknúmer : SN120260

282. fundur 2012
Laugavegur 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Þorsteins Haraldssonar dags. 13. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 3 við Laugaveg. Í breytingunni felst að fella niður kvöð um gönguleið, samkvæmt uppdrætti Gullinsniðs ehf. dags. 1. júní 2012. Einnig er lagt fram samþykki eiganda að Hverfisgötu 18 dags. 7. júní 2012.

Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð. Samþykkt að falla frá grenndarkynningu þar sem breytingin varðar einungis hagsmuni lóðarhafa.
Skipulagsráð telur að gönguleiðir og bakgarðar sem liggja milli Laugavegs og Hverfisgötu geti verið verðmæt almenningsrými. Af þeim sökum telur ráðið óæskilegt að slíkum leiðum verði lokað. Af sömu ástæðum er þeim tilmælum beint til lóðarhafa að hafa umrædd undirgöng opin á daginn en að þeim verði lokað með gegnsæu járnhliði á nóttinni.



281. fundur 2012
Laugavegur 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Þorsteins Haraldssonar dags. 13. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 3 við Laugaveg. Í breytingunni felst að fella niður kvöð um gönguleið, samkvæmt uppdrætti Gullinsniðs ehf. dags. 1. júní 2012. Einnig er lagt fram samþykki eiganda að Hverfisgötu 18 dags. 7. júní 2012.
Frestað.

399. fundur 2012
Laugavegur 3, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Þorsteins Haraldssonar dags. 13. júní 2012 varðandi breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 3 við Laugaveg. Í breytingunni felst að fella niður kvöð um gönguleið, samkvæmt uppdrætti Gullinsniðs ehf. dags. 1. júní 2012. Einnig er lagt fram samþykki eiganda að Hverfisgötu 18 dags. 7. júní 2012.
Vísað til skipulagsráðs.