Skipulagsráð

Verknúmer : SN120096

274. fundur 2012
Skipulagsráð, fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs um lóð fyrir trúarhús múslima
Á fundi skipulagsráðs miðvikudaginn 29. febrúar 2012 var lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar: "Hver er staða umsóknar um lóð undir trúarhús múslima í Reykjavík og afgreiðsla á henni?"

Skipulagsráð úthlutar ekki lóðum, það gerir borgarráð skv. tillögu framkvæmda- og eignasviðs. Skipulags- og byggingarsviði hefur um langt skeið leitað að hentugum stað í borgarlandinu undir umrædda byggingu með hliðsjón af gildandi skipulagi. Gerð hefur verið skipulagslýsing af svæði í Sogamýri þar sem gert var ráð fyrir lóð undir bænahús/mosku en í ljós kom nýverið að þeir fermetrar sem gert var ráð fyrir undir byggingu þar voru um helmingi færri en þarfagreining vegna byggingar mosku gerir ráð fyrir. Það er 400m2 í stað 800 m2. Á fundi skipulagsráðs 16. maí 2012 var samþykkt til kynningar breytt lýsing bæði á aðal- og deiliskipulagi svæðisins sem gerir ráð fyrir byggingu mosku í Sogamýri allt að 800m2 að stærð sem verður hluti af breyttu skipulagi Sogamýrar.


Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir véku af fundi kl. 11:50


265. fundur 2012
Skipulagsráð, fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs um lóð fyrir trúarhús múslima
Lögð fram fyrirspurn áheyrnarfulltrúa vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs Torfa Hjartarsonar: " Hver er staða umsóknar um lóð undir trúarhús múslima í Reykjavík og afgreiðsla á henni?"