Öskjuhlíð

Verknúmer : SN120035

300. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Kynnt niðurstaða dómnefndar í hönnunarsamkeppni um skemmtilegri Öskjuhlíð. Í samkeppnina bárust tillögur frá 58 aðilum og voru margar þeirra mjög fjölbreyttar og frjóar.
Hlín Sverrisdóttir kynnti.

278. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Lögð fram tillaga dags. 18. júní 2012 að dómnefnd fyrir hugmyndasamkeppni um nýtingu Öskjuhlíðar.

Samþykkt.

276. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Lögð fram samkeppnislýsing dags. 6. júní 2012 fyrir opna hugmyndasamkeppni um nýtingu Öskjuhlíðar.

Samþykkt með þeim breytingum sem fram komu á fundinum.

397. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Lögð fram tillaga að opinni samkeppni fyrir almenning dags. 31.maí 2012

Kynna formanni skipulagsráðs.

274. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Lögð fram tillaga að verklýsingu vegna hugmyndasamkeppni í Öskjuhlíð, dags. 18. maí 2012.

Samþykkt

395. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Lögð fram tillaga að verklýsingu vegna hugmyndasamkeppni, dags. 18. maí 2012.

Vísað til skipulagsráðs.

267. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12 janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa svohljóðandi tillögu til umsagnar skipulagsráðs: Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun skipulags Öskjuhlíðar og felur skipulagsráði framkvæmdina. Grunnur endurskoðunar byggi á niðurstöðum hugmyndasamkeppni en markmiðið með henni verði að skapa sátt um nýtingu og framtíð þessa mikilvæga skógar- og útivistarsvæðis í borgarumhverfinu. Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmyndaleit um vernd, nýtingu og framtíðarskipulag. Í þeim tilgangi mætti t.d. tvískipta samkeppninni.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Einnig er lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 7. febrúar 2012.


Umsögn skipulagsstjóra dags.7. febrúar 2012 samþykkt.

262. fundur 2012
Öskjuhlíð, opin hugmyndasamk/ samkeppnislýsing
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 12 janúar 2012 vegna samþykktar borgarráðs s.d. að vísa svohljóðandi tillögu til umsagnar skipulagsráðs: Borgarráð samþykkir að hefja undirbúning að endurskoðun skipulags Öskjuhlíðar og felur skipulagsráði framkvæmdina. Grunnur endurskoðunar byggi á niðurstöðum hugmyndasamkeppni en markmiðið með henni verði að skapa sátt um nýtingu og framtíð þessa mikilvæga skógar- og útivistarsvæðis í borgarumhverfinu. Þar sem Öskjuhlíðin er vinsæl til útiveru er mikilvægt að hvetja til almennrar þátttöku í hugmyndaleit um vernd, nýtingu og framtíðarskipulag. Í þeim tilgangi mætti t.d. tvískipta samkeppninni.
Greinargerð fylgir tillögunni.

Á fundi skipulagsráðs 9. nóvember 2011 var samþykkt umsögn skipulagsstjóra dags. 24. október 2011. I þeirri umsögn er lagt til að hugað sé að undirbúningi opinnar hönnunarsamkeppni um framtíðarskipulag Öskjuhlíðar. Í ljósi þeirrar samþykktar og þeirrar tillögu sem sett er fram í bréfi borgarstjóra dags. 12. janúar 2012 felur skipulagsráð skipulagsstjóra að hefja undirbúning að slíkri samkeppni sem gæti hafist á vormánuðum. Undirbúningur skal unnin í samvinnu við skipulagsráð.