Skipulagsráð, fyrirspurn, Blikastaðavegur
Verknúmer : SN110489
258. fundur 2011
Skipulagsráð, fyrirspurn, Blikastaðavegur, fyrirspurn frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Á fundi skipulagsráðs 23. nóvember 2011 lögðu fulltrúar sjálfstæðisflokksins fram fyrirspurn hvað liði tillögu þeirra frá 13. apríl 2011 varðandi vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs.
Lögð fram að nýju umsögn skipulags- og byggingarsviðs dags. 30. maí 2011 sem kynnt var á fundi skipulagsráðs 29. júní 2011 varðandi áðurnefnda fyrirspurn.
Kynnt
257. fundur 2011
Skipulagsráð, fyrirspurn, Blikastaðavegur, fyrirspurn frá fulltrúum sjálfstæðisflokksins
Fulltrúar sjálfstæðsiflokksins lögð fram eftirfarandi tillögu:
"Fulltrúar Sjálfstæðisflokks í skipulagsráði lögðu fram tillögu í ráðinu 13. apríl 2011 um að umferðarskipulag Blikastaðavegar verði endurskoðað með það fyrir augum að koma á vegtengingu til bráðabirgða á milli Víkurvegar og Blikastaðavegar 2-8, Korputorgs. Tilgangur vegtengingar er að auka hagræði og bæta þjónustu á svæðinu. Spurt er: Hvað líður þeirri tillögu?"