Meanwhile átaksverkefni 2011
Verknúmer : SN110233
243. fundur 2011
Meanwhile átaksverkefni 2011, Kynning á "Meanwhile" átaksverkefnum 2011
Meanwhile¿-verkefni eru samstarfsverkefni Umhverfis- og samgöngusviðs, Skipulags- og byggingarsviðs og Framkvæmda- og eignasviðs. Meanwhile eru létt og skapandi verkefni sérstaklega til þess fallin að glæða illa nýtt almenningsrými í borginni lífi.
Tilraunainnsetningar og viðburðir sem eiga sér stað í tengslum við ¿meanwhile¿- verkefni hafa ákveðinn tímaramma sem skilgreindur er fyrirfram. Verkefnin geta staðið yfir í nokkra mánuði eða í skemmri tíma (vikur eða jafnvel daga) og miða að því að breyta notkun rýmisins eða efla þá möguleika sem fyrir eru.
Í miðborginni er kjörið að kanna nýtingarmöguleika svæða með ¿meanwhile¿ inngripum á staði og torg
Í úthverfum borgarinnar eru vannýtt svæði sem tilvalið er að stilla upp sem ¿meanwhile¿ verkefnum áður en endanleg hönnun er sett af stað
Skilgreindar verða fjárhæðir í hvert verkefni fyrir sig og ráðnir starfshópar fyrir svæðin
Hóparnir sjá alfarið um hönnun og allt utanumhald vegna sinna svæða og er kostnaður vegna vinnu, efnis og frágangs innifalinn í upphaflegri upphæð
og skal verkefnisstjóri hafa tök á að leita til aðila á öllum þessum sviðum vegna starfa sinna
Hans H. Tryggvason, Umhverfis- og samgöngusviði kynnti.