Austurstræti

Verknúmer : SN110187

239. fundur 2011
Austurstræti, staðetning listaverks
Lögð fram tillaga Umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkur dags. 19. apríl 2011 að staðsetningu á Vatnsberanum, styttu Ásmundar Sveinssonar. Lagt er til að listaverkið verði flutt úr Öskjuhlíð í Austurstræti.


Fulltúrar Besta flokksins Páll Hjaltason, Elsa Youman og fulltrúar Samfylkingarinnar Hjálmar Sveinsson og Sverrir Bollason óskuðu bókað:
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða staðsetningu í meginatriðum og telur hugmyndina áhugaverða. Þó bendir ráðið á að huga þurfi vel að endanlegri útfærslu og því hvernig styttan snýr í umhverfinu. Ráðið bendir jafnframt á að æskilegt sé að leita umsagna sem víðast.

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins Júlíus Vífill Ingvarsson og Marta Guðjónsdóttir sátu hjá við afgreiðslu málsins.