Gamla höfnin

Verknúmer : SN110154

248. fundur 2011
Gamla höfnin, stýrihópur um endurskoðað skipulag við höfnina
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 22. júlí 2011, vegna samþykktar borgarráðs 21. s.m. á áframhaldandi vinnu stýrihóps um endurskoðun skipulags við höfnina og að stýrihópurinn fái umboð til samninga við Graeme Massie arkitekta um gerð rammaskipulags fyrir gömlu höfnina.



237. fundur 2011
Gamla höfnin, stýrihópur um endurskoðað skipulag við höfnina
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 24. mars 2011, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra: Lagt er til að stofnaður verði fimm manna stýrihópur á vegum Reykjavíkurborgar og Faxaflóahafna sem er ætlað að endurskoða skipulag við höfnina frá Grandagarði að tónlistar- og ráðstefnuhúsinu. Auk hefðbundinna þátta við skipulagsgerð taki hópurinn afstöðu til legu og útfærslu Mýrargötu. Hópurinn taki afstöðu til fyrirliggjandi áætlana, marki sýn til framtíðar, undirbúi endurskoðun skipulagsvinnu á svæðinu og hafi yfirumsjón með framgangi hennar. Tillögur að endurskoðuðu skipulagi svæðisins verði unnar í samráði við hafnarstjórn, skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð, auk hagsmunaaðila og íbúa. Með stýrihópnum starfi skipulagsstjóri, hafnarstjóri og sviðsstjóri umhverfis- og samgöngusviðs ásamt samgöngustjóra. Stýrihópurinn getur kallað til sín ráðgjafa eftir þörfum og skipað undirhópa. Gert er ráð fyrir að stýrihópurinn skili tillögum sínum eigi síðar en 1. september 2011. Í stýrihópin voru skipuð: Hjálmar Sveinsson sem jafnframt er formaður, Páll Hjaltason, Hólmfríður Ósamnn Jónsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Júlíus Vífill Ingvarsson.