Reitur 1.180.3

Verknúmer : SN100396

231. fundur 2011
Reitur 1.180.3, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 20. janúar 2011 að breytingu á landnotkun reits 1.180.3, sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs. Einnig lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til Umhverfisráðuneytisins dags. 17. nóvember 2010 ásamt svarbréfi Umhverfisráðuneytisins dags. 17. janúar 2011.

Samþykkt með vísan til 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Vísað til borgarráðs


334. fundur 2011
Reitur 1.180.3, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram tillaga skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur dags. 20. janúar 2011 að breytingu á landnotkun reits 1.180.3, sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs. Einnig lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til Umhverfisráðuneytisins dags. 19. nóvember 2010 ásamt svarbréfi Umhverfisráðuneytisins dags. 17. janúar 2011.
Vísað til skipulagsráðs.

327. fundur 2010
Reitur 1.180.3, breyting á aðalskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram eftir kynningu fyrir hagsmunaaðilum, tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að leiðréttingu á villu á gildandi aðalskipulagsuppdrætti er varðar landnotkun reits 1.180.3. Vegna mistaka í prentun uppdráttar er reiturinn sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs merktur sem athafnasvæði en á að vera íbúðarsvæði. Breyting og leiðrétting var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á reitnum með bréfi dags. 21. október 2010. Athugasemdarbréf barst frá Lex lögmannsstofu dags. 3. nóvember 2010. Erindinu var vísað til afgreiðslu hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulags- og byggingarsviðs til Umhverfisráðuneytisins dags. 19. nóvember 2010 ásamt viðauka. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til Lex lögmannsstofu dags. 19. nóvember 2010.
Vísað til skipulagsráðs.

225. fundur 2010
Reitur 1.180.3, breyting á aðalskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 12. nóvember 2010 var lögð fram eftir kynningu fyrir hagsmunaaðilum, tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að leiðréttingu á villu á gildandi aðalskipulagsuppdrætti er varðar landnotkun reits 1.180.3. Vegna mistaka í prentun uppdráttar er reiturinn sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs merktur sem athafnasvæði en á að vera íbúðarsvæði. Breyting og leiðrétting var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á reitnum með bréfi dags. 21. október 2010. Athugasemdarbréf barst frá Lex lögmannsstofu dags. 3. nóvember 2010. Erindinu var vísað til afgreiðslu hjá lögfræði og stjórnsýslu og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi skipulags- og byggingarsviðs til Umhverfisráðuneytisins dags. 17. nóvember 2010 ásamt viðauka. Einnig er lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs til Lex lögmannsstofu dags. 19. nóvember 2010.



326. fundur 2010
Reitur 1.180.3, breyting á aðalskipulagi
Lögð fram eftir kynningu fyrir hagsmunaaðilum, tillaga Skipulags- og byggingarsviðs að leiðréttingu á villu á gildandi aðalskipulagsuppdrætti er varðar landnotkun reits 1.180.3. Vegna mistaka í prentun uppdráttar er reiturinn sem afmarkast af Bergstaðastræti til vesturs, Óðinsgötu til austurs og miðborgarsvæði til norðurs merktur sem athafnasvæði en á að vera íbúðarsvæði. Breyting og leiðrétting var kynnt fyrir hagsmunaaðilum á reitnum með bréfi dags. 21. október 2010. Athugasemdarbréf barst frá Lex lögmannsstofu dags. 3. nóvember 2010.
Vísað til afgreiðslu hjá lögfræði og stjórnsýslu.