Bergstaðastræti 28A

Verknúmer : SN100102

206. fundur 2010
Bergstaðastræti 28A, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 21. apríl 2010 vegna kæru á synjun byggingarfulltrúans á beiðni um afturköllun á samþykki hans fyrir innréttingu og nýtingu íbúðar á annarri hæð að Bergstaðastræti 28A í Reykjavík fyrir gististað.
Úrskurðarorð:
Kærumáli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.


205. fundur 2010
Bergstaðastræti 28A, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 9. mars 2010, þar sem kærð er synjun á beiðni um afturköllun á samþykki byggingarfulltrúa fyrir innréttingu og nýtingu íbúðar á annarri hæð að Bergstaðastræti 28A í Reykjavík fyrir gististað. Einnig lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags.14. apríl 2010.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.

202. fundur 2010
Bergstaðastræti 28A, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 11. mars 2010, ásamt kæru, dags. 9. mars 2010, þar sem kærð er synjun á beiðni um afturköllun á samþykki byggingarfulltrúa fyrir innréttingu og nýtingu íbúðar á annarri hæð að Bergstaðastræti 28A í Reykjavík fyrir gististað.
Vísað til umsagnar lögfræði- og stjórnsýslu.