Nýr Landspítali við Hringbraut
Verknúmer : SN090372
199. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Kynnt staða vinnu.
Ásgeir Ásgeirsson vék af fundi undir þessum lið
Ágústa Sveinbjörnsdóttir og Margrét Leifsdóttir kynntu.
198. fundur 2010
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Kynnt staða vinnu.
194. fundur 2009
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 10. desember 2009 vegna svohljóðandi tillögu borgarfulltrúa samfylkingarinnar s.d.: "Lagt er til að Reykjavíkurborg taki forystu um samstarf nýs Landspítala, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík sem hafi að markmiði að tryggja að þau sóknarfæri sem skapist með kröftugri uppbyggingu þekkingarstarfsemi í Vatnsmýri verði nýtt til fullnustu". Borgarráð vísaði málinu til skipulagsráðs.
Vísaðt til umsagnar skipulagsstjóra
188. fundur 2009
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. okt. 2009, vegna svohljóðandi tillögu í borgarráði s.d.: "Borgarráð samþykkir að skipulags- og byggingarsviði verði falið að hraða vinnu við skipulag svæðis nýs Landspítala. Yfir standa viðræður ríkisins og lífeyrissjóða um að ráðist verði í byggingu spítalans og framkvæmdum flýtt til að mæta erfiðu atvinnustigi. Deiliskipulagi fyrir spítalann er ólokið og mikilvægt að markvisst verði unnið að málinu til að óvissa um skipulag tefji ekki hönnun og annan framgang málsins. Jafnframt verði hugað að þeim fjölmörgu sóknarfærum sem skapast geta með návígi spítalans, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri, sbr. fyrri tillögur Samfylkingarinnar í því efni". Borgarráð óskar umsagnar skipulagsstjóra um tillöguna.
Lögð fram umsögn skipulagsstjóra dags. 26. október 2009.
Umsögn skipulagsstjóra samþykkt.
Skipulagsráð óskar eftir því að verkefnisstjórn nýs háskólasjúkrahúss kynni stöðu skipulagsmála á næsta fundi skipulagsráðs sem haldinn verður þann 4. nóvember nk.
277. fundur 2009
Nýr Landspítali við Hringbraut, skipulag svæðis
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 15. okt. 2009, vegna svohljóðandi tillögu í borgarráði s.d.: "Borgarráð samþykkir að skipulags- og byggingarsviði verði falið að hraða vinnu við skipulag svæðis nýs Landspítala. Yfir standa viðræður ríkisins og lífeyrissjóða um að ráðist verði í byggingu spítalans og framkvæmdum flýtt til að mæta erfiðu atvinnustigi. Deiliskipulagi fyrir spítalann er ólokið og mikilvægt að markvisst verði unnið að málinu til að óvissa um skipulag tefji ekki hönnun og annan framgang málsins. Jafnframt verði hugað að þeim fjölmörgu sóknarfærum sem skapast geta með návígi spítalans, Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík í Vatnsmýri, sbr. fyrri tillögur Samfylkingarinnar í því efni".
Borgarráð óskar umsagnar skipulagsstjóra um tillöguna.
Kynna formanni skipulagsráðs.