Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011
Verknúmer : SN090213
224. fundur 2010
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Kynnt tillaga að starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkur fyrir starfsárið 2011.
Kynnt.
222. fundur 2010
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Kynnt tillaga að fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir starfsárið 2011.
Kristín Soffía Jónsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson tóku sæti á fundimum kl. 9:20
Kynnt.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram eftirfarandi bókun:
"Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins munu ekki á þessu stigi lýsa afstöðu sinni til einstakra tillagna sem ræddar hafa verið í ráðinu vegna fjárhagsáætlunar, enda skal um þær ríkja trúnaður þar til þær eru framlagðar í borgarráði. Hins vegar ítreka borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins mikilvægi þess að betur sé staðið að undirbúningsvinnu vegna fjárhagsáætlunar, eigi hún að skila borgarbúum góðum og farsælum lausnum. Sú staðreynd að skýra forgangsröðun skortir, engin aðgerðaráætlun er í gildi og meirihlutinn hefur lítið nýtt vilja borgarstjórnar til þverpólitískrar samvinnu, veldur því ástæða er til að hvetja meirihluta Besta flokksins og Samfylkingarinnar enn og aftur til nýrra og betri vinnubragða vegna fjárhagsáætlunar. Tíminn er að vísu orðinn afar lítill, þar sem öll vinna vegna áætlunarinnar er langt á eftir settum tímaviðmiðum, en borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ítreka engu að síður nauðsyn þess að sá tími verði vel nýttur og komandi fjárhagsáætlun endurspegli öfluga forgangsröðun í þágu íbúa, áframhaldandi góða grunnþjónustu og skilning á því að verkefnið verður ekki leyst með auknum álögum á íbúa sem treysta því að borgin standi áfram með þeim á erfiðum tímum."
197. fundur 2010
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Drög að þriggja ára fjárhagsáætlun Skipulags- og byggingarsviðs kynnt.
176. fundur 2009
Starfs- og fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs 2011,
Rætt um hugmyndir að vinnu við fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarsviðs fyrir starfsárið 2010.