Lækjargata 2 og Austurstræti 22
Verknúmer : SN080670
231. fundur 2008
Lækjargata 2 og Austurstræti 22, (fsp) breyting á deiliskipulagi Kvos Pósthússtrætisreitur
Lagt fram erindi Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur dags. 29. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Pósthússtrætisreitur vegna lóðanna nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Í breytingunni felst að heimilt verði að lyfta húsinu að Lækjargötu 2 þannig aðfyrsta hæð hússins verði steypt og elsti hluti hússins sett ofaná fyrstu hæðina. Jafnframt að heimilt verði að byggja kjallara undir báðum húsunum.
Vísað til skipulagráðs.
153. fundur 2008
Lækjargata 2 og Austurstræti 22, (fsp) breyting á deiliskipulagi Kvos Pósthússtrætisreitur
Lögð fram fyrirspurn Framkvæmda- og eignaráðs Reykjavíkur dags. 29. október 2008 varðandi breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar, Pósthússtrætisreitur vegna lóðanna nr. 2 við Lækjargötu og nr. 22 við Austurstræti.
Í fyruirspurninni felst að heimilt verði að lyfta húsinu að Lækjargötu 2 þannig aðfyrsta hæð hússins verði steypt og elsti hluti hússins sett ofaná fyrstu hæðina. Jafnframt að heimilt verði að byggja kjallara undir báðum húsunum.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi, í samráði við embætti skipulagsstjóra, Húsafriðunarnefnd ríkisins og Minjasafn Reykjavíkurborgar.