Skipulagsráð
Verknúmer : SN080340
136. fundur 2008
Skipulagsráð, Reykjavíkurrráð ungmenna-tillaga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. maí 2008 varðandi samþykkt borgarráðs frá 30. apríl 2008 að vísa tillögum sem lagðar voru fram á fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa 22. apríl sl. til meðferðar í fagráðum borgarinnar. Eftirfarandi tillögu var vísað til umhverfis- og samgönguráðs og skipulagsráðs.
Græn svæði í nýjum hverfum borgarinnar.
Reykjavík fer ört stækkandi svo þá verður lengra út fyrir bæinn og því meiri þörf á grænum svæðum innan borgarinnar fyrir útivist og tómstundir. Unglingar hafa t.d. ekki þann kost að fara út fyrir bæinn og orðið langt í svæðin vegna stækkunar Reykjavíkur. Ungmennaráð Árbæjar og Grafarholts leggur fram tillögu um aukningu á grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og þá væri Úlfarfellshverfið tilvalin hugmynd fyrir slíkt svæði. Hugsunin er sú að hafa svæðið með grillum, góðum bletti þar sem hægt væri að spila fótbolta og fleiri íþróttir.
Eyjólfur Darri Runólfsson fulltrúi Reykjavíkurráðs ungmenna kynnti tillöguna.
Samþykkt að vísa tillögunni til frekari vinnslu hjá embætti skipulagsstjóra.
135. fundur 2008
Skipulagsráð, Reykjavíkurrráð ungmenna-tillaga
Lagt fram bréf borgarstjóra dags. 6. maí 2008 varðandi samþykkt borgarráðs frá 30. apríl 2008 að vísa tillögum sem lagðar voru fram á fundi fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna og borgarfulltrúa 22. apríl sl. til meðferðar í fagráðum borgarinnar. Eftirfarandi tillögu var vísað til umhverfis- og samgönguráðs og skipulagsráðs.
Græn svæði í nýjum hverfum borgarinnar.
Reykjavík fer ört stækkandi svo þá verður lengra út fyrir bæinn og því meiri þörf á grænum svæðum innan borgarinnar fyrir útivist og tómstundir. Unglingar hafa t.d. ekki þann kost að fara út fyrir bæinn og orðið langt í svæðin vegan stækkunar Reykjavíkur. Ungmennaráð Árbæjar og Grafarholts leggur fram tillögu um aukningu á grænum svæðum á höfuðborgarsvæðinu og þá væri Úlfarfellshverfið tilvalin hugmynd fyrir slíkt svæði. Hugsunin er sú að hafa svæðið með grillum, góðum bletti þar sem hægt væri að spila fótbolta og fleiri íþróttir.
Samþykkt að boða fulltrúa Reykjavíkurráðs ungmenna á næsta fund skipulagsráðs til að kynna tillöguna.