Skipulagsráð

Verknúmer : SN080186

127. fundur 2008
Skipulagsráð, fyrirspurn vegna deiliskipulags útivistarsvæðis í Úlfarsárdal.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs; Sóley Tómasdóttir, fulltrúar Samfylkingarinnar Stefán Benediktsson, og Björk Vilhelmsdóttir ásamt áheyrnarfulltrúanum Óskari Bergssyni lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:
"Í fyrri deiliskipulagstillögu fyrir útivistarsvæði Úlfarsárdals sem skipulagsráð samþykkti í auglýsingu 10. 10. 2007 var gert ráð fyrir vatnagarði í Úlfársárdal. Nú ber svo við að búið er að taka vatnagarðinn út úr þeirri tillögu sem hér er verið að samþykkja í auglýsingu. Því er spurt hvort meirihluti F-lista og Sjálfstæðisflokks sé að hverfa frá áformum um uppbyggingu vatnagarðs í Úlfarsárdal ?"

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins þau Hanna Birna Kristjánsdóttir, Gísli Marteinn Baldursson og Jórunn Frímannsdóttir ásamt fulltrúa Frjálslyndra og óháða, Ólöf Guðný Valdimarsdóttir lögðu fram eftirfarandi svar;
"Sú tillaga sem vísað er til var dregin til baka af 100 daga meirihlutanum til að endurskoða ákveðna þætti hennar. Sú endurskoðun hefur sýnt fram á að vatnagarður á nákvæmlega þessu svæði rúmast illa þarna samhliða annarri íþrótta- og útivistaraðstöðu. Sú tillaga sem nú fer í auglýsingu felur því ekki í sér neina stefnubreytingu á fyrri ákvörðunum, heldur endurspeglar aðeins að umræddur hluti Úlfarsárdalsins þolir ekki meiri uppbyggingu og mun farsælla er að skoða staðsetningu vatnagarðs annars staðar í Úlfarsárdalnum. Sú vinna er þegar hafin í samráði við önnur svið borgarinnar og verður kynnt fljótlega á vettvangi skipulagsráðs.