Smábýli 15A
Verknúmer : SN080016
169. fundur 2009
Smábýli 15A, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 26. mars 2009 vegna ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. október 2007 að synja um leyfi fyrir byggingu stálgrindarhúss á lóð Smábýlis nr. 15A, Kjalarnesi.
Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu um ógildingu ákvörðunar byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 9. október 2007, er staðfest var í borgarráði hinn 18. október sama ár, um að synja um leyfi fyrir byggingu stálgrindarhúss á steyptum sökklum undir hesthús, reiðskemmu og vélageymslu á lóð merktri Smábýli 15A, Kjalarnesi.
131. fundur 2008
Smábýli 15A, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 8. apríl 2008, um kæru á synjun byggingarfulltrúa frá 9. október 2007 á byggingarleyfisumsókn varðandi lóðina Smábýli 15A á Kjalarnesi.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
120. fundur 2008
Smábýli 15A, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 18. desember 2007 ásamt kæru, dags. 30. október 2007, þar sem kærð er synjun á byggingarleyfisumsókn varðandi lóðina Smábýli 15A á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.