Goðaland 1-21

Verknúmer : SN070596

122. fundur 2008
Goðaland 1-21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi Batterísins, dags. 25. október 2007 ásamt uppdráttum Batterísins, dags. 15. janúar 2008, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 - 21 við Goðaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu á húsinu númer 1-3 ásamt ósk um að setja glugga á austurhlið. Á fundinum var málinu frestað en er nú lagt fram að nýju ásamt erindi Batterísins f.h. lóðarhafa dags. 25. október 2007 og nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna hússins nr. 1 og 3 við Goðaland dags. 21. desember 2007. Undirskriftir þeirra sem grenndarkynnt var fyrir liggur fyrir.

Hanna Birna Kristjánsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.



196. fundur 2008
Goðaland 1-21, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi Batterísins, dags. 25. október 2007 ásamt uppdráttum Batterísins, dags. 15. janúar 2008, varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 - 21 við Goðaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu á húsinu númer 1-3 ásamt ósk um að setja glugga á austurhlið. Á fundinum var málinu frestað en er nú lagt fram að nýju ásamt erindi Batterísins f.h. lóðarhafa dags. 25. október 2007 og nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna hússins nr. 1 og 3 við Goðaland dags. 21. desember 2007. Undirskriftir þeirra sem grenndarkynnt var fyrir liggur fyrir.
Vísað til skipulagsráðs.

195. fundur 2008
Goðaland 1-21, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. október 2007 voru lagðir fram nýjir og breyttir uppdrættir dags. 12. október 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar nr. 1 - 21 við Goðaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu á húsinu númer 1-3 ásamt ósk um að setja glugga á austurhlið. Á fundinum var málinu frestað en er nú lagt fram að nýju ásamt erindi Batterísins f.h. lóðarhafa dags. 25. október 2007 og nýrri tillögu að breytingu á deiliskipulagi vegna hússins nr. 1 og 3 við Goðaland dags. 21. desember 2007.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grundarlandi 4 og 6 ásamt Hellulandi 2, 4 og 6.

186. fundur 2007
Goðaland 1-21, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsstjóra 19. október 2007 voru lagðir fram nýjir og breyttir uppdrættir dags. 12. október 2007 varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 1 við Goðaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu ásamt ósk um að setja glugga á austurhlið hússins. Á fundinum var málinu frestað en er nú lagt fram að nýju ásamt erindi Batterísins f.h. lóðarhafa dags. 25. október 2007.
Frestað. Ekki eru gerðar athugasemdir við glugga á austurgafli, með vísan til erindis hönnuðar dags. 25. október sl. Lagfæra þarf uppdrætti áður en tillagan verður grenndarkynnt fyrir hagsmunaaðilum.

184. fundur 2007
Goðaland 1-21, breyting á deiliskipulagi
Lagðir fram nýjir og breyttir uppdrættir dags. 12. október 2007 varðandi breytt deiliskipulag lóðarinnar nr. 1 við Goðaland. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu ásamt ósk um að setja glugga á austurhlið hússins.
Frestað. Ekki er fallist á að setja glugga á austurhlið hússins. Lagfæra þarf uppdrætti.

181. fundur 2007
Goðaland 1-21, breyting á deiliskipulagi
Lagt fram erindi Jóns Hjartarsonar dags. 27. september 2007 varðandi breytt deiliskipulag á lóðinni nr. 1 við Goðaland samkvæmt uppdráttum Batterísins dags. 27. september 2007. Í breytingunni felst að stækka byggingarreit fyrir viðbyggingu. Samþykki þinglýstra eigenda Goðalandi 1-21 fylgir erindinu.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Grundarlandi 2-8 ásamt Hellulandi 2-8 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.