Borgartúnsreitir- Norður
Verknúmer : SN070594
124. fundur 2008
Borgartúnsreitir- Norður, forsögn og tillaga
Að lokinni forkynningu er lögð fram forsögn að deiliskipulagi Borgartúnsreita - Norður. Reitir 1.217.7, 1.218.0, 1.219.0 og 1.219.1 sem afmarkast af Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Borgartúni og Höfðatúni. Forkynning stóð yfir frá 12. til 19. október 2007. Lögð fram ábending frá Samtökum Iðnaðarins, dags. 19. október 2007. Einnig lögð fram greinargerð og tillaga Hornsteina, mótt. 11. febrúar 2008.
Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt og Ragnhildur Skarphéðinsdóttir arkitekt, kynntu tillögurnar.
Samþykkt að stofna vinnuhóp vegna verkefnisins þar sem fulltrúar frá umhverfis- og samgöngusviði og eignasjóði skulu eiga sæti ásamt fulltrúum skipulags- og byggingarsviðs.
Vísað til frekari meðferðar skipulagsstjóra.
109. fundur 2007
Borgartúnsreitir- Norður, forsögn og tillaga
Lögð fram forsögn að deiliskipulagi Borgartúnsreita - Norður. Reitir 1.217.7, 1.218.0, 1.219.0 og 1.219.1 sem afmarkast af Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Borgartúni og Höfðatúni.
[Gísli Marteinn Baldursson tók sæti á fundinum kl. 9:25]
Framlögð forsögn samþykkt.
Samþykkt að kynna forsögnina fyrir hagsmunaaðilum á skipulagssvæðinu.
Skipulagsráð lagði fram eftirfarandi bókun:
Skipulagsráð telur afar mikilvægt að nú sé að hefjast vinna við heildstætt skipulag og hönnun fyrir þessa mikilvægu borgargötu sem Borgartúnið er. Metnaðarfullar breytingar og almenn fegrun þessarar götu skapar spennandi tækifæri sem skipulagsráð vill nýta í góðu samráði við fyrirtæki og íbúa á svæðinu.
181. fundur 2007
Borgartúnsreitir- Norður, forsögn og tillaga
Lögð fram forsögn að deiliskipulagi Borgartúnsreita - Norður. Reitir 1.217.7, 1.218.0, 1.219.0 og 1.219.1 sem afmarkast af Sæbraut, Kringlumýrarbraut, Borgartúni og Höfðatúni.
Vísað til skipulagsráðs.