Framnesvegur 20-26b
Verknúmer : SN070512
135. fundur 2008
Framnesvegur 20-26b, (fsp) breyting á deiliskipulagi, málskot
Lagt fram bréf lóðarhafa að Framnesvegi 22 dags. 18. apríl 2008 þar sem farið er fram á að afgreiðslu skipulagsstjóra 31 ágúst 2007 verði skotið til skipulagsráðs. Einnig lagt fram eldra erindi íbúa á Framnesvegi 20-26b, mótt. 20. ágúst 2007, varðandi viðbyggingar við hús nr. 20-26b á Framnesvegi, ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. ágúst 2007.
Ráðið gerir ekki athugasemdir við að fyrirspyrjendur láti vinna tillögu að breytingu að deiliskipulagi, á eigin kostnað, í samræmi við niðurstöðu í eldri umsögn skipulagsstjóra, með þeirri breytingu að ekki er gert að skilyrði að allir húseigendur skuldbindi sig til að byggja við húsin samtímis. Tillagan verður grenndarkynnt þegar hún berst.
178. fundur 2007
Framnesvegur 20-26b, (fsp) breyting á deiliskipulagi, málskot
Á fundi skipulagsstjóra 24. ágúst 2007 var lagt fram bréf íbúa á Framnesvegi 20-26b, mótt. 20. ágúst 2007, varðandi viðbyggingar við hús nr. 20-26b á Framnesvegi. Farið er fram á stærri viðbyggingar en leyfðar eru í deiliskipulagi. Erindinu var vísað til umsagnar hjá vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsstjóra dags. 29. ágúst 2007.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að fyrirspyrjendur láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi Framnesreits með þeim skilyrðum sem fram koma í umsögn skipulagsstjóra dags. 29. ágúst 2007.
177. fundur 2007
Framnesvegur 20-26b, (fsp) breyting á deiliskipulagi, málskot
Lagt fram bréf íbúa á Framnesvegi 20-26b, mótt. 20. ágúst 2007, varðandi viðbyggingar við hús nr. 20-26b á Framnesvegi. Farið er fram á stærri viðbyggingar en leyfðar eru í deiliskipulagi.
Vísað til umsagnar hjá vesturteymi arkitekta hjá skipulagsstjóra.