Laufásvegur 73
Verknúmer : SN070505
125. fundur 2008
Laufásvegur 73, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 21. febrúar 2008 vegna kæru á synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 6. júní 2007 á umsókn um byggingarleyfi fyrir framkvæmdum við fasteignina að Laufásvegi 73 er lutu m.a. að byggingu tvöfalds bílskúrs ásamt niðurrifi eldri skúrs, viðbyggingu við íbúðarhús og breyttu skipulagi lóðar. Úrskurðarorð: Hin kærða synjun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 6. júní 2007 á byggingarleyfisumsókn kæranda fyrir framkvæmdum við fasteignina að Laufásvegi 73, er borgarráð staðfesti hinn 7. júní 2007, er felld úr gildi.
Kröfu kæranda um að lagt verði fyrir skipulagsráð að taka umsókn hans til lögboðinnar meðferðar er leiði til útgáfu byggingarleyfis honum til handa, er vísað frá úrskurðarnefndinni.
122. fundur 2008
Laufásvegur 73, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 15. janúar 2008, vegna kæru á synjun skipulagsráðs frá 6. júní 2007 á umsókn um ýmsar breytingar á fasteigninni að Laufásvegi 73.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
104. fundur 2007
Laufásvegur 73, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 16. ágúst 2007, ásamt kæru, dags. 4. júlí 2007, á synjun umsóknar um ýmsar breytingar á fasteigninni að Laufásvegi 73.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.