Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur
Verknúmer : SN070403
131. fundur 2008
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. september 2007 vegna kæru á afgreiðslu skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. maí 2007 um afmörkun lands á Hólmsheiði fyrir tímabundna aðstöðu Fisfélags Reykjavíkur. Úrskurðarorð: Máli þessu er vísað frá úrskurðarnefndinni.
102. fundur 2007
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 30. júlí 2007, vegna kæru á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16.05.2007 um að samþykkja að Fisfélag Reykjavíkur fái land í Hólmsheiði til að byggja þar upp aðstöðu fyrir félagið. Borgarráð staðfesti afgreiðslu skipulagsráðs með bréfi sínu dags. 31.05.2007. Í kærunum var einnig krafist stöðvunar framkvæmda.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
100. fundur 2007
Hólmsheiði, Fisfélag Reykjavíkur, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram kæra til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 28. júní 2007, vegna samþykktar skipulagsráðs Reykjavíkur frá 16. maí 2007 um úthlutun lands í Hólmsheiði sem staðfest var í borgarráði hinn 31. maí 2007. Í kærunni er gerð krafa um að felldar verði úr gildi ofangreindar samþykktir og að stöðvaðar verði framkvæmdir við flugvöll og flugskýli á þessu landsvæði sem séu yfirvofandi.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.