Ánanaust, landfyllingar
Verknúmer : SN070358
164. fundur 2009
Ánanaust, landfyllingar, framkvæmdaleyfi
Lögð fram umsókn Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkur, dags. 18. feb. 2009 um framlengingu framkvæmdaleyfis vegna landfyllingar við Ánanaust.
Frestað.
98. fundur 2007
Ánanaust, landfyllingar, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra Framkvæmdasviðs, dags. 10. júní 2007, um framkvæmdaleyfi til að fylla út frá Ánanaustum með efni sem kemur upp úr grunni bílastæðahúss á byggingarsvæði við Geirsgötu.
Samþykkt með vísan til c-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð með fimm atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs gegn tveimur atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar.
Fulltrúar Samfylkingarinnar; Dagur B. Eggertsson og Stefán Benediktsson greiddu atkvæði gegn tillögunni og óskuðu bókað: Það er ótækt að gefa framkvæmdaleyfi fyrir fyllingu við Ánanaust þegar ekki liggur fyrir hvort eða hvað eigi að rísa á viðkomandi fyllingu, endanleg stærð liggur ekki fyrir eða svör um landnotkun. Það vekur jafnframt spuriningar um hvort það standist að uppfyllingin falli ekki undir lög um umhverfismat. Meirihluti bogarstjórnar hafði áður boðað að fallið yrði frá viðkomandi landfyllingum en aðalskipulag geriri ekki ráð fyrir að af uppbyggingu á þeim verði fyrr en eftir 2012.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks; Hanna Birna Kristjánsdóttir og Gísli Marteinn Baldursson og fulltrúar Framsóknarflokks; Óskar Bergsson og Stefán Þór Björnsson óskuðu bókað: Framkvæmdaleyfið er samþykkt á grunni gildandi Aðalskipulags og kemur til móts við brýna þörf fyrir losunarstað jarðefna í vesturhluta borgarinnar. Næsti mögulegi losunarstaður jarðefna í í Hólmsheiði sem er í um 15 km fjarlægð frá athafnasvæði hafnarinnar. Það gefur augaleið að efnisflutningar úr miðborg Reykjavíkur að Hólmsheiði hefur verulega neikvæð umhverfisáhrif í för með sér auk þess sem kostnaður vegna þess er óheyrilegur.
Fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs; Svandís Svavarsdóttir og áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra; Ásta Þorleifsdóttir, óskuðu bókað: Við lýsum stuðningi við framlagða tillögu að yfirveguðu ráði á forsendum gildandi Aðalskipulags sem og þeim umhverfissjónarmiðum sem varða vegalendgdir og mengun sem stafar af efnisflutningi. Jafnframt er lögð áhersla á að í fyllingu tímans nýtist nýtt svæði í þágu almennings og þá fyrst og fremst barna og ungmenna.
97. fundur 2007
Ánanaust, landfyllingar, framkvæmdaleyfi
Lagt fram bréf aðstoðarsviðsstjóra framkvæmdasviðs, dags. 10. júní 2007, um framkvæmdaleyfi til að fylla út frá Ánanaustum með efni sem kemur upp úr grunni bílastæðahúss á byggingarsvæði við Geirsgötu.
Frestað.