Kistumelur 6, 6a og 8
Verknúmer : SN070344
111. fundur 2007
Kistumelur 6, 6a og 8, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram erindi Vista ehf. dags. 5. júní 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 6, 6a og 8 við Kistumel. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar, breyta byggingarreit og hækka mænishæð skv. uppdrætti, dags. 14. ágúst 2007. Grenndarkynning stóð yfir frá 14. sept. til 12. okt. 2007. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til a-liðar 12. gr. samþykktar um skipulagsráð.
180. fundur 2007
Kistumelur 6, 6a og 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram erindi Vista ehf. dags. 5. júní 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 6, 6a og 8 við Kistumel. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar, breyta byggingarreit og hækka mænishæð skv. uppdrætti, dags. 14. ágúst 2007.
Leiðrétt er bókun frá embættisafgreiðslufundi dags. 24.08.07, þar sem breyting hefur orðið á húsnúmerum við Kistumel. Samþykkt var því að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kistumel 1,2,4 og 10 þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.
177. fundur 2007
Kistumelur 6, 6a og 8, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram erindi Vista ehf. dags. 5. júní 2007 varðandi breytingu á deiliskipulagi vegna lóðanna nr. 6, 6a og 8 við Kistumel. Í breytingunni felst að sameina lóðirnar, breyta byggingarreit og hækka mænishæð skv. uppdrætti, dags. 14. ágúst 2007.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Kistumel 1, 2 og 8, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.