Gæðastefna í skipulagi og byggingarlist fyrir Reykjavík

Verknúmer : SN070153

125. fundur 2008
Gæðastefna í skipulagi og byggingarlist fyrir Reykjavík, skipun í starfshóp
Lagt fram bréf Arkitektafélags íslands, dags. 12. febrúar 2008, með tilnefningu Jóhanns Sigurðssonar, arkitekt FAÍ í starfshóp um gæðastefnu í skipulagi og byggingarlist.


110. fundur 2007
Gæðastefna í skipulagi og byggingarlist fyrir Reykjavík, skipun í starfshóp
Lagt fram bréf borgarstjóra f.h. borgarstjórnar, dags. 18. september 2007 vegna samþykktar borgarstjórnar s.d. á svohljóðandi tillögu: Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að hefja strax vinnu við mótun gæðastefnu í skipulagi og byggingarlist fyrir Reykjavík. Markmið gæðastefnunnar er að viðhalda og auka enn frekar gæði í manngerðu umhverfi borgarinnar og treysta þannig stöðu hennar sem fallegrar, aðlaðandi og spennandi höfuðborgar. Með stefnunni verði sett fram skýr viðmið og kröfur um gæði jafnt í hönnun sem handverki, þar sem sérstök áhersla verði lögð á framúrskarandi byggingarlist, metnað í uppbyggingu og reykvísk sérkenni. Gæðastefna Reykjavíkur skal unnin af fimm manna starfshópi, skipuðum af skipulagsráði, í góðu samráði við helstu fag- og hagsmunaðila. Henni skal fylgja gæðaáætlun borgaryfirvalda til næstu ára og hún skal liggja fyrir til samþykktar eigi síðar en vorið 2008.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt að skipa Halldóru Vífilsdóttur, arkitekt, formann starfshópsins.