Urðarstígur 16a
Verknúmer : SN070074
88. fundur 2007
Urðarstígur 16a, beiðni um endurupptöku
Lagt fram bréf eiganda og hönnuða að Urðarstíg 16a, mótt. 6. febrúar 2007, varðandi endurupptöku á tillögu að deiliskipulagi sem synjað var í skipulagsráði 28. júní 2006.
Með vísan til nýlegrar breytingar á gr. 75 í byggingarreglugerð nr. 441/1998 gerir skipulagsráð ekki athugasemdir við að lóðarhafar sæki að nýju um byggingarleyfi á lóðinni, að höfðu samráði við hverfisarkitekt skipulagsfulltrúa um nánari útfærslu byggingarinnar. Byggingarleyfisumsókn verður grenndarkynnt að nýju þegar hún berst.
151. fundur 2007
Urðarstígur 16a, beiðni um endurupptöku
Lagt fram bréf eiganda og hönnuða að Urðarstíg 16a, mótt. 06.02.07, varðandi endurupptöku á tillögu að deiliskipulagi sem synjað var í skipulagsráði 28.06.06.
Vísað til umsagnar hverfisarkitekts vegna fjarlægðar á milli húsa.