Salthamrar 2
Verknúmer : SN070059
89. fundur 2007
Salthamrar 2, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram tillaga Einars V. Tryggvasonar f.h. Eggerts L. Ólafssonar, dags. 9. mars 2007 að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér viðbyggingu við stofuna á húsinu nr. 2 við Salthamra. Samþykki nágranna, dags. 4. apríl 2007, áritað á uppdrátt.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
158. fundur 2007
Salthamrar 2, breyting á deiliskipulagi
Á fundi skipulagsfulltrúa dags. 9. febrúar 2007 var lögð fram tillaga Einars V. Tryggvasonar f.h. Eggerts L. Ólafssonar, dags. 8. janúar 2007 að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér viðbyggingu við stofuna á húsinu nr. 2 við Salthamra. Einnig lagt fram tölvubréf hverfisarkitekts dags 6. febrúar 2007.
Á fundum var bókað að hönnuður skyldi hafa samband við embætti skipulagsfulltrúa. Erindið er nú lagt fram að nýju ásamt nýjum uppdráttum dags. 9. mars 2007.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir hagsmunaaðilum að Salthömrum 1 og 4.
151. fundur 2007
Salthamrar 2, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga Einars V. Tryggvasonar f.h. Eggerts L. Ólafssonar, dags. 08.01.07, að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin felur í sér viðbyggingu við stofuna á húsinu nr. 2 við Salthamra. Einnig lagður fram tölvubréf hverfisarkitekts dags 06.02.07.
Hönnuður hafi samband við embætti skipulagsfulltrúa.