Lambasel
Verknúmer : SN060659
79. fundur 2007
Lambasel, breyting á deiliskipulagi
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lambasel vegna breytingar á fyrirkomulagi sorps á lóðum. Kynning stóð yfir frá 23. nóvember til og með 21. desember 2006. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til 12. gr. samþykktar fyrir skipulagsráð.
Skipulagsráð óskaði bókað:
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa og byggingarfulltrúa að beina því til lóðarhafa að sorpgeymslur á lóðum verði staðsettar út við götu, enda sé hægara um vik við sorphirðu í hverfinu.
139. fundur 2006
Lambasel, breyting á deiliskipulagi
Lögð fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Lambasel vegna breytingar á fyrirkomulagi sorps á lóðum.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu fyrir öllum hagsmunaaðilum við Lambasel, þegar uppdrættir hafa verið lagfærðir.