Miðborgin og Vatnsmýrin
Verknúmer : SN060570
65. fundur 2006
Miðborgin og Vatnsmýrin, uppbygging stúdentaíbúða
Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 1. september 2006, vegna samþykkt borgarráðs, dags. 31. ágúst 2006, um að vísa svohljóðandi tillögu Dags B. Eggertssonar til skipulagsráðs "Borgarstjóra verði falið að ganga til viðræðna við byggingarfélög námsmanna um uppbyggingu allt að 800 stúdentaíbúða í miðborg og Vatnsmýri á næstu árum". Einnig lögð fram greinargerð, ódags.
Tillögunni vísað frá með 4 atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks óskuðu bókað:
Líkt og fram hefur komið er það eindreginn vilji núverandi meirihluta að vinna vel að húsnæðismálum stúdenta í Reykjavík. Stuttu eftir að nýr meirihluti tók við völdum í borginni, átti formaður skipulagsráðs fundi með fulltrúum stúdenta til að ræða leiðir til að koma til móts við óskir fulltrúa þeirra um uppbyggingu stúdentaíbúða. Í framhaldi af því hefur skipulagsfulltrúi átt í viðræðum við samtök stúdenta um sameiginlegar lausnir, sem kynntar verða í skipulagsráði um leið og þær liggja fyrir. Í ljósi þessa er tillögu Samfylkingar vísað frá, enda málið í góðum farvegi.
Dagur B. Eggertsson, fulltrúi Samfylkingarinnar óskaði bókað:
Því er fagnað að tekið hafi verið undir efni tillögu Samfylkingarinnar um uppbyggingu stúdentaíbúða í borgarráði og þeirri vinnu sem unnin hefur verið á skipulagssviði. Brýnt er að niðurstaða fáist hið fyrsta og verði kynnt skipulagsráði. Frávísun á fyrirliggjandi tillögu hlýtur því að skrifast á viðkvæmni gangvart pólitísku frumkvæði Samfylkingarinnar en mestu skiptir að íbúðir byggist hratt og örugglega.