Gufuneskirkjugarður
Verknúmer : SN060528
62. fundur 2006
Gufuneskirkjugarður, kæra, umsögn
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 16. ágúst 2006, vegna kæru á byggingu líkbrennslu, skorsteins og þjónustuhúss við Gufuneskirkjugarð í Reykjavík.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
61. fundur 2006
Gufuneskirkjugarður, kæra, umsögn
Lögð fram kæra (tölvupóstur úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála) , dags. 2. ágúst 2006, vegna byggingar líkbrennslu, skorsteins og þjónustuhúss við Gufuneskirkjugarð í Reykjavík. Í kærunni er gerð krafa um stöðvun framkvæmda.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.
Ásta Þorleifsdóttir áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra- og óháðra óskaði bókað:
F-listinn gerir alvarlegar athugasemdir við þá fyrirætlan að ætla að flytja Líkbrennslu Kirkjugarðanna úr Fossvogi í Grafarvog. Eðli þessara starfsemi er með þeim hætti að ekki samræmist því að hafa hana í miðri íbúabyggð í nágrenni við heimili, fjölsótt íþróttasvæði, barna og öldrunarheimili. Íbúar og starfsmenn fyrirtækja og stofnana í nágrenni Líkbrennslunnar í Fossvogi hafa ítrekað kvartað vegna mengunar frá starfseminni. Því er ólíklegt að friður skapist með því að færa þessa starfsemi í annað og mun fjölmennara íbúasvæði án samráðs við íbúa en samkvæmt athugasemdum þeirra hefur engin grenndarkynning farið fram, né annað samráð við íbúa eða aðra hagsmunaaðila á svæðinu.
Þá ber þess að geta að framkvæmdin kann að vera matsskyld á grundvelli staðsetningar sinnar og hugsanlegra mengunar, sbr. lög nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum en í 1. gr. a-lið er markmið laganna skilgreint svo:
"að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir framkvæmd sem kann vegna staðsetningar, starfsemi sem henni fylgir, eðlis eða umfangs að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum viðkomandi framkvæmdar"
Og því ber að láta fara fram ítarlega grenndarkynningu.
Skipulagsráð óskaði bókað:
Vegna bókunar fulltrúa F-listans vill skipulagsráð minna á að umrætt deiliskipulag Gufuneskirkjugarðs fór allar lögbundnar leiðir og endanlega samþykkt í janúar 2006 án þess að nokkrar athugasemdir hefðu borist. Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastdæma unnu verkið af miklum metnaði og skipulagsráð telur að vel hafi verið að því staðið og verði áfram.