Kjalarnes
Verknúmer : SN060472
58. fundur 2006
Kjalarnes, rammaskipulag, skipun stýrihóps
Lögð fram svohljóðandi tillaga Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs um skipan stýrihóps um gerð rammaskipulags á Kjalarnesi:
"Lagt er til að stofnaður verði stýrihópur um gerð rammaskipulags Kjalarness. Hópurinn hafi umsjón með að undirbúa vinnslu skipulags, auk þess sem honum ber að gera áætlun um samráð bæði við íbúa og hagsmunaðila. Hópurinn skal
hafa yfirumsjón með framgangi verkefnisins og taka ákvörðun um áfangaskiptingu þess. Hópinn skipi tveir fulltrúar meirihluta skipulagsráðs og einn fulltrúi minnihluta og skal hverfisarkitekt Kjalarness hjá skipulagsfulltrúa starfa með hópnum."
Stofnun stýrihóps samþykkt. Gísli Marteinn Baldursson og Stefán Þór Björnsson voru tilnefndir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins.
Stefán Benediktsson var tilnefndur fulltrúi Samfylkingarinnar.