Atvinnulóðir

Verknúmer : SN060470

81. fundur 2007
Atvinnulóðir, greinargerð
Kynnt drög að hugmyndum vegna kortlagningu mögulegra atvinnulóða í Reykjavík dags. 18. janúar 2007.
Hugmyndir kynntar.
Frestað.


132. fundur 2006
Atvinnulóðir, greinargerð
Kynnt drög að greinargerð vegna kortlagningu mögulegra atvinnulóða í Reykjavík dags. 14. september 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.

58. fundur 2006
Atvinnulóðir, greinargerð
Lögð fram svohljóðandi tillaga Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, formanns skipulagsráðs

Sviðsstjóra skipulags- og byggingarsviðs, skrifstofustjóra framkvæmdasviðs og skipulagsfulltrúa er falið að vinna greinargerð um þau svæði sem helst koma til greina fyrir nýjar atvinnulóðir í Reykjavík. Greinargerðin þarf að taka mið af fjölbreyttum þörfum atvinnulífsins og skal bæði taka til einstakra lóða og stærri svæða, sem hentað gætu undir atvinnustarfsemi til framtíðar. Greinargerðin skal lögð fyrir skipulagsráð eigi síðar en 15. september n.k.

Framlögð tillaga samþykkt.

Fulltrúar Samfylkingarinnar óskuðu bókað:
Samfylkingin fagnar því að þeirri kortlagningu á nýjum atvinnulóðum sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði skuli haldið áfram. Þannig verði betur mætt þeirri auknu eftirspurn sem vart hefur orðið eftir vel staðsettum lóðum fyrir atvinnustarfsemi.