Laugavegur

Verknúmer : SN060443

57. fundur 2006
Laugavegur, skipulag og uppbygging, tillaga.
Lögð fram tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks:

"Skipaður verði sérstakur starfshópur um skipulag uppbyggingu, og umbætur við Laugaveg. Verkefni starfshópsins skal m.a. vera að finna leiðir til að viðhalda Laugaveginum sem mikilvægustu verslunar- og þjónustugötu Reykjavíkur. Í störfum sínum skal hópurinn taka mið af núgildandi deiliskipulagi og þróunaráætlun miðborgar, ásamt því að skoða sérstaklega hugsanlega aðkomu borgaryfirvalda að þeim umbótum og uppbyggingu sem styrkt geta Laugaveginn. Auk samráðs við þá sem búa og starfa við Laugaveginn, er starfshópurinn hvattur til að gefa öllum Reykvíkingum tækifæri til að koma fram með hugmyndir og tillögur um enn betri Laugaveg.

Skipulagsráð skal skipa 3 fulltrúa í starfshópinn, tvo frá meirihluta og einn frá minnihluta, en auk þeirra skulu í hópnum sitja þrír fulltrúar úr þegar starfandi rýnihópi um Laugaveginn. Starfshópurinn skal skila tillögum sínum fyrir næstu áramót."

Samþykkt.
Jafnframt samþykkt að skipa Hönnu Birnu Kristjánsdóttir, Gísla Martein Baldursson og Dag B. Eggertsson í starfshópinn.