Geldinganes
Verknúmer : SN060425
56. fundur 2006
Geldinganes, forsögn að rammaskipulagi
Lögð fram eftirfarandi tillaga fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks;
"Skipulag nýrrar byggðar í Geldinganesi.
Skipulagsfulltrúa er falið að hefja strax vinnu við forsögn að rammaskipulagi fyrir byggð á Geldinganesi. Forsagnarvinnan þarf að taka mið af því að á Geldinganesi verði blönduð íbúðabyggð fyrir um 8.000 -10.000 manns auk svæðis fyrir stofnanir, þjónustu- og atvinnustarfsemi. Varðandi íbúðarhúsnæði skal forsögnin taka mið af því að hlutfall sérbýlis í þessu nýja hverfi verði um 35 % og hlutfall fjölbýlis um 65 %. Vinnunni skal hraðað þannig að úthlutun lóða geti hafist um árið 2007."
Samþykkt með fjórum samhljóða atkvæðum fulltrúa Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.
Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri Grænna sátu hjá við afgreiðslu málsins.
Fulltrúar Samfylkingar óskuðu að bókuð yrði eftirfarandi fyrirspurn; "Ljóst er að lagning Sundabrautar er forsenda þess að hægt sé að hefja uppbyggingu á Geldinganesi. Byggð á Geldinganesi án Sundabrautar myndi skapa óleysanleg vandamál í Grafarvogi. Útfærsla Sundabrautar er jafnframt lykilatriði við skipulagningu svæðisins. Í ljósi óska fulltrúa íbúa í samráðshópi um lagningu Sundabrautar er spurt: Er ekki ástæða til að nýta samráðshópinn við útfærslu á legu Sundabrautar að og um Geldinganes áður en eða í tengslum við fyrirhugaða vinnu við skipulag Geldinganess ?"