Langagerði 122
Verknúmer : SN060372
81. fundur 2007
Langagerði 122, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. janúar 2007 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 15. mars 2006 og borgarráðs frá 16. mars 2006 vegna byggingarleyfis fyrir sambýli Styrktarfélags vangefinna á lóð nr. 122 við Langagerði. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á ákvörðun skipulagsráðs Reykjavíkur frá 15. mars 2006 um að veita leyfi til að byggja einlyft steinsteypt fjölbýlishús með fimm íbúðum fyrir sambýli ásamt sameiginlegu rými og geymsluskúr á lóðinni nr. 122 við Langagerði í Reykjavík.
57. fundur 2006
Langagerði 122, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði og stjórnsýslu, dags. 25. júní 2006 vegna kæru á samþykkt skipulagsráðs frá 15. mars 2006 og borgarráðs frá 16. mars 2006 vegna byggingarleyfis fyrir sambýli Styrktarfélags vangefinna á lóð nr. 122 við Langagerði.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
55. fundur 2006
Langagerði 122, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 23. maí 2006 ásamt kæru, dags. 21. apríl 2006, á samþykkt skipulagsráðs frá 15. mars 2006 og borgarráðs frá 16. mars 2006 vegna byggingarleyfis fyrir sambýli Styrktarfélags vangefinna á lóð nr. 122 við Langagerði.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.