Jöklasel 21-23
Verknúmer : SN060331
131. fundur 2008
Jöklasel 21-23, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18. september 2007 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. apríl 2006 um að veita leyfi til að byggja steinsteypta bílskúra fyrir fjóra bíla norðaustanvert við lóð nr. 21-23 við Jöklasel í Reykjavík. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda um að ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. apríl 2006 um að veita leyfi til að byggja steinsteypta bílskúra fyrir fjóra bíla norðaustanvert við lóð nr. 21-23 við Jöklasel í Reykjavík verði felld úr gildi.
55. fundur 2006
Jöklasel 21-23, kæra, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 18.05.06 vegna kæru á ákvörðun byggingarfulltrúans í Reykjavík frá 11. apríl 2006 um að veita leyfi til að byggja steinsteypta bílskúra fyrir fjóra bíla norðaustanvert við lóð nr. 21-23 við Jöklasel í Reykjavík. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfum kærenda um að framkvæmdir við byggingu bílskúra samkvæmt hinu kærða byggingarleyfi verði stöðvaðar.
53. fundur 2006
Jöklasel 21-23, kæra, úrskurður
Lögð fram kæra eigenda Fjarðarsels 31 til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 5. maí 2006, vegna breytingar á deiliskipulagi lóðar nr. 21-23 við Jöklasel.
Vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.