Hljómskálagarður

Verknúmer : SN060299

64. fundur 2006
Hljómskálagarður, deiliskipulag
Lögð fram að nýju úttekt MFF ehf. landscapes, mótt í apríl 2006 vegna deiliskipulags Hljómskálagarðs.
Úttekt kynnt og tillögu 1 vísað til kynningar í Umhverfisráði. Ráðið telur aðrar tillögur í framlagðri úttekt ekki koma til álita, en óskar eftir því að Umhverfisráð veiti umsögn um staðsetningu veitingahúss í suðausturhorni garðsins í samræmi við þær hugmyndir sem kynntar eru í tillögu 1.

Ófafur F. Magnússon, áheyrnarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra óskaði bókað:
Róttækar breytingar á nærumhverfi og götumynd við tjörnina koma ekki til greina að mínu mati. Fara þarf varlega í umgengni við græn svæði í grennd við miðborgina.

Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri hreyfingarinnar Græns framboðs sat hjá við afgreiðslu málsins og óskaði bókað:
Fulltrúi Vinstri Grænna í skipulagsráði minnir á það hversu mikill fjársjóður grænn og friðsæll reitur er í miðborginni. Það er ómetanlegt að geta notið kyrrðar og nálægðar við náttúruna örskammt frá ys og umferð. Hér er um að ræða verðmæti í sjálfu sér sem standa þarf vörð um og vandséð að það fari saman við veitingarekstur eins og nú er í umræðunni. Umhverfisráð fjallar væntalega um þróun garðsins í framhaldinu út frá sjónarmiðum umhverfis, náttúru og mannlífs.


130. fundur 2006
Hljómskálagarður, deiliskipulag
Lögð fram að nýju úttekt MFF ehf. landscapes, mótt í apríl 2006 vegna deiliskipulags Hljómskálagarðs.
Kynna formanni skipulagsráðs.

115. fundur 2006
Hljómskálagarður, deiliskipulag
Lögð fram úttekt MFF ehf. landscapes, mótt í apríl 2006 vegna deiliskipulags Hljómskálagarðs. Einnig lagt fram bréf skipulagsfulltrúa dags. 5. maí 2006.
Kynna formanni skipulagsráðs.