Ólafsgeisli 67
Verknúmer : SN060003
105. fundur 2007
Ólafsgeisli 67, kæra, umsögn, úrskurður
Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 22. ágúst 2007 vegna kæru eigenda fasteignarinnar að Ólafsgeisla 67 á ákvörðun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 11. október 2005 þess efnis að synja umsókn kærenda um að breyta lagnarými í kjallara og setja þrjá glugga á vesturhlið þess. Úrskurðarorð: Hafnað er kröfu kærenda um ógildingu á synjun byggingarfulltrúa Reykjavíkur frá 11. október 2005 á umsókn þeirra.
46. fundur 2006
Ólafsgeisli 67, kæra, umsögn, úrskurður
Lögð fram umsögn lögfræði- og stjórnsýslu, dags. 20. febrúar 2006, vegna kæru Valdísar Arnardóttur og Þorláks Runólfssonar, Ólafsgeisla 67, á ákvörðun byggingarfulltrúa frá 11. október 2005 um að synja veitingu leyfis að setja glugga að vesturhlið að áður lagnarými að Ólafsgeisla 67.
Umsögn lögfræði og stjórnsýslu samþykkt.
40. fundur 2006
Ólafsgeisli 67, kæra, umsögn, úrskurður
Lagt fram bréf Úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 29.12.05, ásamt, kæru dags. 10.11.05, þar sem kærð er synjun byggingarfulltrúa frá 11.10.05 á umsókn um að taka kjallara í notkun að Ólafsgeisla 67.
Málinu vísað til umsagnar lögfræði og stjórnsýslu.