Elliðaárvogur
Verknúmer : SN050730
63. fundur 2006
Elliðaárvogur, rammaskipulag, endurskipan stýrihóps
Samþykkt að stýrihópurinn verði þannig skipaður:
Hanna Birna Kristjánsdóttur og Gísli Marteinn Baldursson frá Sjálfstæðisflokki, Stefán Þór Björnsson frá Framsóknarflokki, Dagur B. Eggertsson frá Samfylkingu og Svandís Svavarsdóttir frá Vinstri grænum.
62. fundur 2006
Elliðaárvogur, rammaskipulag, endurskipan stýrihóps
Formaður skipulagsráðs lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Þann 25. maí 2005 var stofnaður stýrihópur um rammaskipulag Ártúnshöfða/Elliðaárvogs. Lagt er til að sá stýrihópur verði endurskipaður þannig að hópinn skipi þrír fulltrúar meirihluta Skipulagsráðs og tveir fulltrúar minnihluta."
Samþykkt.
49. fundur 2006
Elliðaárvogur, rammaskipulag, endurskipan stýrihóps
Lögð fram verkefnisáætlun frá VSÓ ráðgjöf og Kanon arkitektum ehf um rammaskipulag, dags. 24. nóvember 2005. Einnig lagt fram leiðarljós vegna áframhaldandi vinnu, dags. mars 2006.
Samþykkt.
47. fundur 2006
Elliðaárvogur, rammaskipulag, endurskipan stýrihóps
Lögð fram forsögn skipulagsfulltrúa, dags. 17. maí 2005. Jafnframt lagt fram minnisblað VSÓ ráðgjafar og Kanon arkitekta dags. 13. mars 2006.
Skipulagsráðgjafar Kanon arkitektar kynntu.
Málinu vísað til umsagnar Umhverfisráðs.
Anna Kristinsdóttir vék af fundi kl. 11:00